11.02.1943
Efri deild: 54. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 164 í C-deild Alþingistíðinda. (2717)

118. mál, jöfnunarsjóður vinnulauna

Bjarni Benediktsson:

Ég vil eingöngu geta þess, að það er rétt, að þetta mál hefur dregizt, en það er vegna þess, að það var sent til stjórnar Alþýðusambands Íslands og stjórnar Vinnuveitendafélags Íslands. Fyrir þremur dögum barst svar frá Vinnuveitendafélaginu, en svar frá Alþýðusambandinu hefur ekki borizt enn. N. taldi rétt að taka ekki afstöðu til frv., fyrr en þessum tvennum félagasamtökum hefði verið gefinn kostur á að láta uppi álit sitt, enda er hér um frambúðarlöggjöf að ræða fyrir þessa aðila, og er því eðlilegt, að rökstutt álít liggi fyrir frá þeim.