22.03.1943
Efri deild: 78. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 167 í C-deild Alþingistíðinda. (2726)

118. mál, jöfnunarsjóður vinnulauna

Gísli Jónsson:

Herra forseti. — Ég skal ekki vera fjölorður, en ég vildi mega leiðrétta ofurlítinn misskilning. Ég hef ekki ásakað n. um að hafa kastað höndunum til málsins, heldur fyrir það að láta óviðkomandi aðila halda málinu úti í bæ án þess að svara því í fimm vikur. — Þetta mál er allt annars eðlis en jöfnunarsjóður aflahluta. Því var ekki vísað frá með rökst. dagskrá, nema af því að það var berlega sannað með tölum, að sjóðstillagið var engan veginn nægilega hátt, til þess að sjóðurinn gæti náð þeim tilgangi, sem gert var ráð fyrir í frv. Þá vil ég beina þeirri fyrirspurn til hæstv. ríkisstj., hvort hún líti þannig á, ef málið er afgr. með rökst. dagskrá, að henni sé skylt að fela mþn. það til athugunar og til undirbúnings nú þegar.