11.02.1943
Neðri deild: 55. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 227 í C-deild Alþingistíðinda. (2796)

120. mál, kynnisferð sveitafólks

Þóroddur Guðmundsson:

Fyrirsögn þessa frv. er mjög óákveðin. Það er ekki sama, hvaða sveitafólk er um að ræða. Það er munur á því, hvort stórbændur eiga að njóta styrksins, eða aðeins á að styrkja þá efnaminnstu.

Eftir till. Búnaðarfélagsins er gert ráð fyrir regluger ð um fjárskiptinguna. Ég treysti því, enda þótt það komi ekki glöggt fram í þessum till., að skiptingin verði á þá leið, að styrkur verði aðeins veittur til smábænda. Í trausti þessa mun ég verða með frv., því að fullvíst er, að þörf er þeim á styrknum.

Hins vegar er þetta frv. ekki hliðstætt orlofsfrv., eins og einn hv. þm. kvað þó að orði. Það nær aðeins til launþeganna, en þetta frv. fer inn á þá braut að styrkja bændur eða smáframleiðendur. En samhliða því er ekki nema sjálfsagt að styrkja smáframleiðendur við sjávarsíðuna. Það sjá allir, að ekki skiptir það neinu máli í þessu tilliti, hvort smáframleiðandinn býr við sjó eða í sveit. Hann hlýtur að hafa hliðstæðan rétt í báðum tilfellum.

Ég mun flytja brtt. við þetta frv., er gengur í þessa átt, og vona ég, að hv. flm. líti á hana með velvild og geti léð henni fylgi sitt.