01.03.1943
Efri deild: 66. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 246 í C-deild Alþingistíðinda. (2830)

120. mál, kynnisferð sveitafólks

Gísli Jónsson:

Herra forseti. — Ég vil undirstrika það, sem hv. 6. þm. Reykv. sagði, að það má ekki hafa áhrif á atkvgr. hér í hv. d., hvort menn eru málinu velviljaðir eða ekki, því að hér er verið að skapa fordæmi, sem á að verða síðari þingum leiðarstjarna í þessum efnum. Ef atkvgr. fellur svo, að málið skuli teljast nýtt mál, verður að gefa því nýtt númer og nýjan flm. eða að öðrum kosti senda það til landbn. Nd., til þess að IW n geti athugað það. Það getur ekki orðið þessari hv. d. neitt leiðarljós, þó að hæstv. forseta Nd. hafi yfirsézt um það að úrskurða málið sem nýtt mál.