30.11.1942
Neðri deild: 7. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 265 í C-deild Alþingistíðinda. (2897)

17. mál, verðlagsuppbót á laun embættismanna og annarra starfsmanna ríkisins

Flm. (Páll Þorsteinsson):

Herra forseti. — Í l. nr. 48 frá 30. júní 1912 er ákveðið, eftir hvaða reglum skuli greiða verðlagsuppbót á laun embættismanna og annarra starfsmanna ríkisins. Í 1. gr. þeirra l. er ákveðið, að greiða skuli verðlagsuppbót á laun þeirra manna, sem taka laun samkv. launal., og enn fremur á styrktarfé samkvæmt 18. gr. fjárl., eins og þau mæla fyrir, að þeir styrkir skuli veittir vera. En í 7. gr. þeirra l. er enn fremur tekið fram, að verðlagsuppbót skuli greidd á styrk þann, sem ákveðinn er með l. nr. 33 frá 1940, um héraðsskóla, l. nr. 60 frá 1938, um húsmæðrafræðslu, og l. nr. 48 frá 1930, um gagnfræðaskóla, svo og á styrki til iðnskóla. Enn fremur hefur sú regla verið upp tekin að greiða verðlagsuppbót á jarðræktarstyrk, sem bændum er veittur samkv. jarðræktarl. Ég hygg enn fremur, að verðlagsuppbót sé greidd á styrki þá, sem veittir eru samkv. I. um byggingar- og landnámssjóð til nýbygginga á sveitabýlum. Sú uppbót mun vera greidd samkv. vísitölu, sem sú n., sem sér um þær styrkveitingar, fer eftir.

En í 13. gr. fjárl., A-lið, er ákveðið að veita nokkra styrkhækkun til bænda, sem eru sérstaklega settir, þannig að nauðsyn ber til að halda uppi byggð á bæjum, þar sem þeir búa, en sérstaklega er erfitt að stunda búskap að öðru leyti. Þessi liður mun hafa staðið í fjárl. alllengi. En ég hef fyrir satt, að þeirri reglu hafi enn sem komið er ekki verið fylgt að greiða verðlagsuppbót á þessa styrki, sem veittir eru samkv. þessu ákvæði fjárl.

Mér virðist eðlilegt og óhjákvæmilegt, eins og nú er háttað öllu verðlagi og kaupgreiðslum í landinu, að um greiðslu þessara styrkja sé fylgt sömu reglu og almennt gildir um verðlagsuppbót á laun og margháttaðar styrkveitingar, eins og ég hef drepið á. Þess vegna hef ég leyft mér að bera hér fram frv. það, sem er á þskj. 23, sem mælir svo fyrir, að það skuli ákveðið, að sá liður, sem stendur í 13. gr. fjárl. um styrki til bænda, sem eru þannig sér staklega settir, að þeir eiga við sérlega mikla örðugleika að stríða um búrekstur sinn, en mega þó ekki leggja niður búskap á þessum stöðum, skuli vera framkvæmdur þannig, að um hann gildi sömu reglur og aðrar styrkveitingar, sem ég hef drepið á, og laun, sem greidd eru opinberum starfsmönnum. Það liggur í augum uppi, að þar sem þessi liður nemur ekki í fjárl. meiru en sem svarar embættislaunum eins eða tveggja opinberra starfsmanna, þá er hér um hverfandi litla útgjaldaupphæð að ræða fyrirríkissjóð, þó að frv. þetta næði fram að ganga.

þessu stigi málsins sé ég svo ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um frv., en vil leggja til við hæstv. forseta, að málinu verði vísað til 2. umr. og fjhn.