26.01.1943
Efri deild: 41. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 517 í C-deild Alþingistíðinda. (3502)

121. mál, hæstaréttur

Gísli Jónsson:

Herra forseti. — Ég er sammála flm. um, að það sé rétt að fjölga dómendunum úr 3 upp í 5 til þess að tryggja fullkomlega öryggi hæstaróttar og þá einkanlega út á við hjá þeim þjóðum og mönnum, sem ekki þekkja nægilega til mannanna á hverjum tinla. Hins vegar virðist sú launaupphæð, sem ákveðin er í frv., byggð á því andrúmslofti, sem ríkir meðal þjóðarinnar nú. En þess verður að gæta, að þessi launaákvæði eiga að standa um ótakmarkaðan tíma, en flest sams konar ákvæði eru aðeins miðuð við það ástand, sem nú er í landinu. Mér skilst, að þessi laun muni nema 44–47 þús. kr. á ári eins og nú er, en verði aldrei undir 15–17 þús. kr. í venjulegu ástandi. Ef horfið verður að því ráði að hafa þessar tekjur skattfrjálsar, virðist mér ekki ósanngjarnt að færa þessa upphæð niður, þær verða að byggjast á þeim möguleikum, sem landið hefur á hverjum tíma til þess að launa embættismenn sína. Árið 1931 töldum við, að 12 þús. kr. laun skattfrjáls væru aðeins greidd fyrir bezt launuðu embættin í landinu. Ég vil beina því til hv. allshn., hvort það sé ekki rétt að taka til athugunar að lækka þessi launaákvæði. Ég mun ekki skuldbinda mig til að fylgja frv., ef því verður ekki breytt til lækkunar.