16.03.1943
Sameinað þing: 32. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 324 í D-deild Alþingistíðinda. (4135)

90. mál, raforkumálaábyrgðir í Suður-Þingeyjarsýslu

Flm. (Jónas Jónsson):

Herra forseti. — Ég flutti nokkuð snemma á þinginu till. um, að Húsavík yrði látin fylgja með og njóta góðs af stækkun Laxárvirkjunarinnar. Hins vegar er það nokkuð óákveðið hér, hvort eigi að veita ríkisábyrgð eða fara inn á nýjar leiðir. Það liggur beint við, að Húsavík fái nokkra hlutdeild í stækkun Laxárvirkjunarinnar. Leiðin liggur um byggð í Reykjahverfi. Gæti svo farið, að rétt þætti að raflýsa Múla- og Grenjaðarstaðahverfi. Þaðan mundu liggja línur um þéttbýlið í Reykjadal og um Breiðumýri og nágrenni hennar. en fyrst og fremst er það Húsavík. Væri eðlilegt, að hún bærist með straumnum, ef haldið verður áfram að veita ríkisábyrgðir, en ekki gengið inn á nýjar brautir.

Ég óska, að málinu verði vísað til fjvn.