01.02.1943
Sameinað þing: 18. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 239 í B-deild Alþingistíðinda. (500)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1943

Helgi Jónasson:

Ég þarf ekki að hafa mörg orð nú um þau ummæli, sem hér hafa fram konlið til okkar, svo kallaðs meiri hl. fjvn. Ég gerði grein fyrir afstöðu minni til þessa máls í dag. En út af ummælum háttv. 2. landsk. (ÞG) vil ég segja nokkur orð.

Ég játa það, að mig tekur ekki mjög sárt til Sósfl. En ég vorkenni þó þeim flokki, að hann skuli hafa slíkan mann innan borðs, sem háttv. 2. landsk. Ég kenni í brjósti um um þjóðina, fyrir að þessum manni skuli nokkurn tíma hafa skolað inn á hæstv. Alþ. Enda er hann kominn þangað inn fyrir óhapp, nefnilega fyrir það, að maðurinn, sem átti þingsætið, var veikur og gat ekki mætt, og þess vegna kom þessi maður í hans stað. En okkar þjóð má fara að gá að sér, að þannig getur farið með kosningar, að svona manni getur skolað inn á þing. Ég hef aldrei orðið var við, að nokkur maður, sem í n. hefur starfað, hafi haft aðra eins framkomu í garð sinna samnm. eins og þessi maður hér í kvöld. Allt, sem hann sagði, var útúrsnúningur, rangfærslur og helber vitleysa. Allur fjöldinn af þeim till., sem hann var að tala hér um, hafa aldrei komið til umr. í fjvn., og um þær hefur aldrei verið tekin ákvörðun í n. Hverjir hafa greitt atkv. á móti því að endurgreiða það, sem tekið hefur verið úr leikhússjóðnum? Og hver hefur greitt atkv. með því að byggja kirkjur í víssum sveitakjördæmum? Öll þessi mál, sem hann talaði um, hafa ekki komið til neinna úrslita í fjvn. Það er ekki það, sem um hefur verið rætt. Við eigum það eftir. (ÞG: Er hv. þm. viti sínu fjær?). Það geta fleiri nm. vitnað um það, að ég fer með rétt mál. Ég hef aldrei orðið var við þennan mikla ágreining í n., hann hefur ekki komið fram enn. Ég veit ekki betur en þær brtt., sem hér koma fram, séu frá allri n. Og eins og ég gat um í dag, hafa allir nm. skrifað undir nál., og n. er því ekki klofin, þótt þessir 2 nm. hafi skrifað undir með fyrirvara um einstök atriði nál.; það er allt annað mál. Og það mætti teygja hér umr. nokkuð lengi, ef hver einstakur nm. ætti að gera grein fyrir þeim fyllstu óskum, sem hann kannske hugsar sér í hverju einstöku máli. Ég býst við því, að allir háttv. þm. geti verið sammála um það, að ekki sé unnt að koma í framkvæmd eftir fyllstu óskum því, sem hv. þm. hugsa sé í einstökum málum. Við vitum það, að hér á okkar landi er svo margt enn þá, sem betur mætti fara, og margt ógert, sem við vitum, að ekki er hægt að gera á einu og sama Alþ. Við verðum að fara að, eins og við teljum skynsamlegast og fært í hvert sinn. En vitanlega verðum við allir að slá meira og minna af okkar fyllstu óskum í þeim efnum.

Hv. 2. landsk. þm. bar mér á brýn, að ég hefði látið kúgast í fjvn. En ég held, að mér sé ekki hættar við því heldur en öðrum þm. Ég hef vanalega fylgt minni skoðun og sannfæringu, eftir því sem ég hef haft bezt vit á, og það gerði ég eins í þetta sinn. Ég hef gert grein fyrir afstöðu minni í fjvn. og ætla ekki að endurtaka það. Hv. þm. ber það á fleiri en mig að hafa látið kúgast, því hann sagði, að 36 alþm. hefðu látið kúgast hér í Alþ. fyrir fáum dögum. Ilvaða rétt hefur háttv. 2. landsk. til að koma með slíkar ásakanir hér í hæstv. Alþ.? Ég held, að hann ætti að reyna að temja sér annan ræðuhátt, ef hann vill teljast þinghæfur. Sem sagt, allt, sem hann sagði hér um störf fjvn., var villandi og flest af því beinlinis rangt. Og það er, held ég, alveg einstakt, að maður í n. fari að tilgreina atkv. með og móti málum, áður en þau eru tekin til umr. í sömu n. Ég hef hvergi þekkt slíkt dæmi annars staðar. Ég ætla svo ekki að sinni að eyða fleiri orðum við þennan háttv. þm.