15.02.1943
Sameinað þing: 26. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 473 í B-deild Alþingistíðinda. (647)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1943

Páll Zóphóníasson:

Með því að það er sjálfsagður hlutur, að fé til þessa verði veitt af sandgræðslufé, segi ég nei.

Brtt. 4I0,XCV samþ. með 27:11 atkv. — 419,XXXVI samþ. með 33:1 atkv.

Frv., svo breytt, samþ. með 32 shlj. atkv. og afgr. sem lög frá Alþingi (A. 455).

Fjmrh. (Björn Ólafsson): Herra forseti. — Ég hef beðið hér um orðið utan dagskrár í sambandi við afgreiðslu fjárlagafrv.

Hæstv. Alþ. hefur synjað stjórninni um heimild til að lækka útgjaldalið fjárl, um 35%, ef tekjustofnar skyldu bresta og þar af leiðandi komast í þrot. Þetta er gert á sama tíma og fjárl. eru afgr. með greiðsluhalla, — eins og þau koma frá fjvn., — sem virðist lauslega reiknað nema milli 2,3 og 2,4 millj. króna. Þetta er auk heimildar vegna óvissra útgjalda, þ.e.a.s. auk ósýnilegs greiðsluhalla vegna vísitölunnar.

Einnig tel ég tekjuáætlunina 5 til 7 millj. kr. of háa. Enda er, eins og tekið er fram við fyrri umræður, teflt á tæpasta vaðið.

En Alþ. hefur fjárveitingavaldið og ber ábyrgð á fjárl.

Ég mun taka við fjárlögunum og framkvæma þau, eftir því sem tekjur hrökkva til. En lengra fer ég ekki.