21.10.1943
Efri deild: 37. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 702 í B-deild Alþingistíðinda. (1185)

107. mál, brunatryggingar í Reykjavík

Flm. (Bjarni Benediktsson) :

Þetta atriði þarfnast nánari athugunar, og eins og ég sagði, er ljóst, að í heild hækka brunabótaiðgjöld hjá öllum bæjarbúum, svo að nokkru nemur. En ekki er heppilegt að gefa það upp að svo stöddu.

Þeir húseigendur, sem eiga gömul hús, hafa séð sér hag í að láta brunatrygginguna fylgja verðbólgunni. Hjá þessum mönnum mundu iðgjöldin lækka. En búast má við iðgjaldahækkun hjá þeim, sem eiga ný steinhús í nýju hverfunum. En telja verður siðferðislega rétt, að verðmætin séu í fullri tryggingu.

Skal ég gefa hv. fyrirspyrjanda sjálfum fyllri upplýsingar, ef hann óskar þess.