25.11.1943
Neðri deild: 54. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 721 í B-deild Alþingistíðinda. (1290)

145. mál, heilsuhæli fyrir drykkjumenn

Frsm. (Sigurður E. Hlíðar):

Eins og nál. á þskj. 495 ber með sér, voru allir nm. sammála um að mæla með frv. eins og það er, en að vísu áskildu einstakir nm. sér rétt til að fylgja brtt., sem fram kynnu að koma. Það var aðeins eitt atriði, sem ágreiningur var um, ef ágreining skyldi kalla: skipun stj. á þessu fyrirhugaða drykkjumannahæli. Í frv. er gert ráð fyrir, að stórstúka Íslands tilnefni tvo menn, en ráðh. sá, sem fer með heilbrigðismál, tilnefni hinn þriðja. En einstaka nm. fannst hins vegar tilhlýðilegt, að þetta yrði þrískipt, þannig að einn væri skipaður af stórstúkunni, annar af heilbrigðisn. og hinn þriðji af hlutaðeigandi sýslufélagi. Ég vildi aðeins geta þessa atriðis, án þess að komið hafi þó til ágreinings um þetta sérstaklega í n. Að öðru leyti mælti n. með því, að þetta þarfa fyrirtæki yrði stofnsett samkv. frv. á þskj. 454.