08.10.1943
Neðri deild: 29. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 874 í B-deild Alþingistíðinda. (1724)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Forsrh. (Björn Þórðarson) :

Herra forseti. Það er eins og fyrri daginn, að þegar hv. 6. landsk. þm. ber fram fyrirspurnir, þá er hæstv. viðskmrh. bundinn við umr. í Ed. Þetta er mikilsvert mál, og ríkisstj. mun ekki færast undan því að skýra það fyrir deildinni, en málið er nú til athugunar hjá ríkisstj. Ég vil mælast til þess, að hv. 6. landsk. vilji afhenda mér fyrirspurnir sínar skriflega, og þá mun ég greiða fyrir þeim, og þeim mun verða svarað svo fljótt sem kostur er á.