04.11.1943
Sameinað þing: 26. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 880 í B-deild Alþingistíðinda. (1746)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Haraldur Guðmundsson:

Ég innti ríkisstj. eftir, hvort hún mundi hlutast til um, að rannsókn sú yrði gerð, sem ég talaði um. Það segir sig sjálft, að ef þetta kjöt er ekki mannamatur, getur stj. ekki látið hjá líða að hlutast til um það. Ég held líka, að það sé skylda stj. að fá upplýsingar um, hver á þetta kjöt, m. a. til þess að vita, hvort verðuppbætur eru greiddar á það.

Ég tel nauðsynlegt að fá svör við þessu.