11.12.1943
Neðri deild: 62. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 890 í B-deild Alþingistíðinda. (1824)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Dómsmrh. (Einar Arnórsson) :

Úr því að sá óvani tíðkast að koma fram með fyrirspurnir til ráðh. þeim alveg að óvörum, skal ég svara þessu nú, þó að ég sé ekki skyldugur til þess fyrirvaralaust. Ráðh. eiga að fá að vita um slíkar fyrirspurnir með hæfilegum fyrirvara.

É,g skal þá svara því, að það er rétt, að ég hef setið dóm í tveimur málum samkv. till. hæstaréttardómaranna, og ég get ekki séð, að ég hafi með því framið neitt brot, því að hafi ég verið kvalificeraður til að vera dómari áður en ég varð ráðh., geri ég ráð fyrir, að ég sé það enn. Þó að tilteknir séu ákveðnir menn í 1., er hart, ef fyrrv. dómari væri allt í einu óhæfur til að sitja í réttinum, ef ekki er til að dreifa heilsuleysi eða geðveiki. Ég sé því ekki, að um neitt lagabrot sé að ræða, svo fremi ég hafi hinar lögmæltu kvalificationir til að bera, og mun hér eftir sem hingað til verða við óskum hæstaréttardómaranna í þessu efni. Alþ. getur þá kært mig fyrir landsdómi, ef því sýnist.