02.12.1943
Efri deild: 59. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 86 í C-deild Alþingistíðinda. (1990)

172. mál, verðlækkunarskattur

Gísli Jónsson:

Með því að ég lít svo á, ef þessi brtt. verður samþ., að fé þetta verði að langmestu leyti tekið frá útgerðinni og þetta þar af leiðandi mundi verða til erfiðleika fyrir hana við að auka flota sinn sjálf án íhlutunar ríkissjóðs með því að ég álít, ef till. yrði samþ., að með þessu væri torveldað fyrir ríkissjóð að ná tekjum til þess að standa við skuldbindingar sínar við bændur landsins, segi ég nei.

2. gr. samþ. með 5:4 atkv. að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: PHerm, ÞÞ, HermJ, IngP, JJ.

nei: BrB, HG, KA, StgrA.

MJ, BBen, GJ greiddu ekki atkv.

5 þm. (LJóh, PM, BSt, EE, GÍG) fjarstaddir.

3 þm. gerðu grein fyrir atkv.: