27.09.1943
Efri deild: 25. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 292 í C-deild Alþingistíðinda. (2279)

16. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. (Pétur Magnússon) :

Þar sem það er skýrt í grg., hverjar ástæðurnar voru, sem urðu til þess, að þetta frv. var flutt, þarf ég ekki að eyða um það orðum.

Sökum þess að mjög seint var farið að ræða mál þetta á síðasta þingi, varð umræðum eigi lokið í tæka tíð.

Nú er það svo, að lög þessi eru búin að ná tilgangi sínum. Þetta er því ekki annað en formsatriði, og mælir fjhn. með framgangi málsins.

Annars vil ég slá því fram hv. þm. til athugunar, hvort ekki væri réttara að draga ekki umræður um þessi mál svo, að ókleift sé að ljúka þeim og framkvæma þau á þann hátt, sem til er ætlazt.