06.09.1943
Efri deild: 10. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 363 í B-deild Alþingistíðinda. (270)

30. mál, einkasala á tóbaki

Forseti (StgrA):

Þar sem ríkisstj. hefur lagt áherzlu á, að málið yrði afgr. með þeim mesta hraða, sem kostur er á, vil ég biðja n. að halda fund þegar eftir mat. Ég get ekki fullyrt um, hvort n. getur lokið störfum á svo skömmum tíma, en vegna óska stj. mun ég freista að kalla saman fund kl. 9. Liggi álit n. þá ekki fyrir, verður ekki hægt að afgreiða málið, en það er ósk mín, að n. geri tilraun til þess að afgreiða málið á þessum tíma.