06.09.1943
Efri deild: 11. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 367 í B-deild Alþingistíðinda. (279)

30. mál, einkasala á tóbaki

Haraldur Guðmundsson:

Ég skal aðeins taka það fram til viðbótar, að ég tel svör hæstv. ráðh. eða yfirlýsingar, sem fram hafa komið hér í hv. d., sérstaklega nauðsynleg atriði í sambandi við þetta mál, því að hvað sem annars líður heimildum ríkisstj. til að ráðstafa fé ríkissjóðs, tel ég rétt að slá því föstu, að ekki beri að veita henni, á meðan Alþ. situr, víðtækar heimildir í því efni, því að slíkt mundi skapa algeran glundroða, að því er snertir afstöðu Alþ. til ríkisstj. og starfsvið hvors um sig.