01.11.1943
Efri deild: 42. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 368 í B-deild Alþingistíðinda. (294)

19. mál, innheimta ýmis gjöld 1944 með viðauka

Frsm. (Pétur Magnússon):

Þetta litla frv. er gamall kunningi hér á hv. Alþ. og hefur gengið 10 ár í röð, svo að það ætti að vera orðið hv. þdm. nokkuð kunnugt. Eins og það ber með sér, er þarna um að ræða 40% hækkun á tekjum samkvæmt aukatekjul. frá 1921 og stimpilgjaldsl.

Fjhn. þessarar d. hefur haft þetta mál til athugunar og mælir með því, að það nái fram að ganga. Nú þykir ekki fært að skerða tekjur ríkissj. að þessu leyti. Annars gæti það verið til athugunar fyrir hv. Alþ., hvort ekki væri réttara að breyta þessum skattaálögum, þ. e. að hækka þennan skatt, sem hér er um að ræða, samkv. aukatekjul. og stimpilgjaldsl., enda þótt stimpilgjaldið sé nokkuð hár skattur, en að vera þing eftir þing að framlengja þessa viðauka. En þetta mál hefur nú gengið í gegnum báðar d., og þykir ekki ástæða til að taka þetta frekar til athugunar. Ég vil svo fyrir hönd fjhn. leyfa mér að mæla með því, að frv. nái fram að ganga. En málið gæti verið til athugunar fyrir stj. til næsta þings.