20.10.1943
Neðri deild: 34. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 198 í D-deild Alþingistíðinda. (3225)

100. mál, skipun mjólkurmála

Gunnar Thoroddsen:

Ég vil spyrja hæstv. forseta, hverju það sæti, að þáltill. mín um rannsókn mjólkurmála sé enn eigi tekin á dagskrá, þó að vika sé, síðan henni var útbýtt. Daginn eftir var ákveðin ein umr. um hana, og síðan ekki söguna meir. 4–5 mál, sem síðar hafa komið fram, hafa verið tekin á dagskrá, ýmist í gær eða í dag, en þessu máli sleppt. Á síðasta fundi var t. d. 101. mál, frv. um lendingarbætur í Grindavík og var vísað til 2. umr., 105. mál, frv. um, að gjafir til vinnuhælis berklasjúklinga skuli dregnar frá skattskyldum tekjum, og till. til þál. um rannsókn á olíufélögin, sem öll eru síðar komin fram en till. mín. Ég vil nú spyrja hæstv. forseta, hvernig standi á því, að till. mín kemur ekki til umr. og hvort hann sjái ekki ástæðu til að breyta til.