25.10.1943
Efri deild: 39. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 381 í B-deild Alþingistíðinda. (347)

93. mál, byggingarsamþykktir

Frsm. (Hermann Jónasson) :

Herra forseti. Allshn. hefur rannsakað þetta mál og er alveg sammála um að leggja til, að það verði samþ. Breyt., sem gerðar eru frá núgildandi l., eru þær, að samkv. 1. gr. þessa frv: má setja byggingarsamþykkt fyrir löggilta verzlunarstaði hér á landi, eins og nú er í l., og svo til viðbótar, að byggingarsamþykkt megi einnig setja fyrir aðra staði, sem skipulagsskyldir eru Samkvæmt l. um skipulag kauptúna og sjávarþorpa. Og samkv. 2. gr. þessa frv. má ákveða í byggingarsamþykkt, að í löggiltum verzlunarstöðum hér á landi og öðrum þeim stöðum, sem um getur í 1. gr. þessara l., skuli stofnuð byggingarnefnd. Samkv. 6. gr. l. nr. 64 frá 1938 verður rýmkunin þannig, að heimilt er að setja skipulagsuppdrátt fyrir þorp eins og greint er í 6. gr., en hún segir: „Heimilt er stjórnarráðinu að ákveða, að ákvæði l. þessara skuli taka til kauptúns eða sjávarþorps, þótt íbúar þess séu færri en 200, svo og til orkuvers eða sveitarþorps, ef hreppsnefnd óskar þess eða skipulagsn. gerir till. um það og stjórnarráðinu þykir sérstök ástæða til. Eftirrit af uppdráttum bæja og skipulagsuppdráttum ásamt lýsingum, er þeim fylgja, skal geyma í Þjóðskjalasafninu. — Það verður þá samkvæmt þessu ákveðið, að fyrir þá staði, sem tilgreindir eru í 6. gr., má setja byggingarsamþykkt, og í þessum byggingarsamþykktum skal ákveðið, að á þessum stöðum skuli stofnuð byggingarn. — Mér þótti rétt að lesa upp þetta ákvæði, til þess að þm. geti áttað sig á því, hvaða breyt. er verið að gera með þessu frv:, sem hér liggur fyrir, því of lítil grein er fyrir því gerð í grg., í hverju þessar breytingar eru fólgnar.

Ég legg svo til, að málinu verði vísað áfram til 3. umr.