11.10.1943
Efri deild: 32. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 481 í B-deild Alþingistíðinda. (575)

92. mál, lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna

Forsrh. (Björn Þórðarson) :

Herra forseti. Þetta frv. hefur Tryggingastofnun ríkisins samið að tilhlutun landlæknis.

Þessi stétt kvenna er nokkuð ný, en vaxandi og í þjónustu hins opinbera. — Fyrir nokkru var settur á stofn lífeyrissjóður ljósmæðra. Hefur Tryggingastofnun ríkisins látið í ljós, að nauðsynlegt sé, að þessi sjóður verði byggður á nokkuð öðrum fjárhagsgrundvelli en lífeyrissjóður annarra starfsmanna ríkisins.

Þeim, sem eru kunnugastir þessum málum, er mikið áhugamál, að frv. þetta ná fram að ganga nú á þessu þingi. — Stjórn hjúkrunarkvennafélagsins hefur fallizt á frv.

Ef hjúkrunarkonur hafa ekki að neinu sérstöku að hverfa, þegar þær fara að missa starfsþrótt sökum aldurs, er líklegt, að þær reyni að standa í starfinu, meðan nokkur kostur er. Þess vegna er mikil ástæða til, að konum, sem eru í þessari mikilsverðu stétt, verði gert kleift að hætta störfum, þegar líklegt þykir, að þær geti ekki staðið örugglega í starfi sínu og að þær hafi þá tryggingu fyrir því, að þeim sé borgið eftir það.

Óska ég, að frv. verði að umr. lokinni vísað til fjhn.