28.10.1943
Neðri deild: 39. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 485 í B-deild Alþingistíðinda. (600)

121. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

Fjmrh. (Björn Ólafsson) :

Herra forseti. Ríkisstj. telur sjálfsagt, að skuldir ríkisins erlendis verði greiddar svo fljótt sem kostur er á. Það eru samtals 25 milljónir króna, sem ríkissjóður á sjálfur að bera, en þar fyrir utan eru skuldir, sem hann stendur óbeinlínis undir. Af þessu eru 12 milljónir í Englandi og 9½ í Danmörku. Tvö af þessum lánum, samtals 8 milljónir, er hægt að greiða að fullu á næstu árum. Annað lánið, 3,3 milljónir, má greiða upp á næsta ári, en hitt 1945, að upphæð 8,3 milljónir. Þessi lán má því greiða á tveim næstu árum. Önnur lán eru sum óuppsegjanleg, og flyt ég ekki till. um þau að svo stöddu. Í 2. grein. frv. er farið fram á heimild, sem ríkisstj. telur nauðsynlegt að hafa, ef á þarf að halda. Vænti ég þess, að málinu verði flýtt sem auðið er og vísað til 2. umr. og fjhn.