09.03.1944
Efri deild: 25. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 929 í B-deild Alþingistíðinda. (1468)

62. mál, dýrtíðarráðstafanir

Kristinn Andrésson:

Herra forseti. — Ágreiningur milli mín og samnm. minna reis út af 4. gr. dýrtíðarl., og hef ég þess vegna flutt brtt. á þskj. 189. Fela þær í sér lagfæringu á tveim atriðum. Þessar till. eru ekki í fyrsta sinn á ferð nú, svo að hv. dm: kannast við þær. Þær voru bornar fram á síðasta þ. af hv. 5. þm. Reykv. og samþ. hér í d. Áttu þær aðeins eftir að ganga í gegnum 3. umr. í Nd., þegar þingi var slitið, og virtust hafa fylgi mikils hluta þm. í báðum d. Á þessu þ. hafa till. líka verið lagðar fram.

Fyrsti liður brtt. er fram borinn til þess að taka af öll tvímæli um það, hvort ríkisstj. hafi skv. dýrtíðarl. frá 1943 heimild til að greiða niður verð á landbúnaðarafurðum með framlagi úr ríkissjóði. Hæstv. ríkisstj. er þeirrar skoðunar, að hún hafi það, en Alþ. og íslenzka þjóðin getur fengið að sjá það með tölum, hverjar afleiðingar slik túlkun l. getur haft. Fjórðungi af öllum tekjum ríkissjóðs er varið til þess að halda verði á landbúnaðarafurðum niðri. 27 millj. kr. af 109 millj. hefur hæstv. ríkisstj. kostað upp á vísitöluna sína, sem hún með þessu móti reynir að dekstra til að hlýða sér. Sú heimild, sem hæstv. ríkisstj. hafði til niðurgreiðslu, var til bráðabirgða. Nú telur hún sig alltaf hafa lagalega stoð í dýrtíðarl. Þá samþ. hv. alþm. nýja heimild handa ríkisstj. sem eins konar uppbót fyrir þá heimild, sem hún átti ekki, en taldi sig eiga.

Þar sem enginn hæstv. ráðh. er hér staddur í d., tel ég ekki ástæðu til að komast í kast við ríkisstj., en vil með till. mínum minna hv. dm. á, að ástæða er til, að svo sé um hnútana búið í dýrtíðarl., að ríkisstj. geti ekki, hvenær sem er, látizt eiga stoð í þeim til niðurgreiðslu. Mér finnst það skylda hv. þm. að taka af allan vafa um þetta atriði.

2. liður brtt. felur í sér að tryggja það, að sex manna n. haldi áfram að starfa við að reikna út verð landbúnaðarafurða.

Mér finnst undarlegt, ef þingi verður nú frestað, án þess að ákvarðanir verði teknar um þetta mál. Ég þykist viss um, að það sé vilji hv. þm., að samkomulag bænda og verkamanna haldist áfram. En hvernig er slíkt hægt, ef ekki er haldið áfram samstarfi, ef ekki er haldið áfram útreikningi vísitölunnar? Mér er óskiljanlegt, hvað hæstv. ríkisstj. hugsar sér um þessi mál, og mér þykir leitt, að enginn hæstv. ráðh. er hér staddur, þar sem ég ætlaði mér að bera fram fyrirspurn til þeirra. Ég get hvorki skilið kæruleysi ríkisstj.hv. þm. Það minnsta, sem hægt er að gera, er að fá yfirlýsingu frá ríkisstjórninni, að sex manna n. verði látin starfa áfram og reikna út verð landbúnaðarafurða fyrir 15. ágúst ár hvert.

Ég vona, að hv. dm. ætli sér ekki að standa á móti þeim till., sem hér eru enn á ný fram komnar til þess að tryggja samkomulag milli stétta um verð innlendra vara.