29.11.1944
Efri deild: 79. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1061 í B-deild Alþingistíðinda. (1957)

190. mál, hafnarlög fyrir Ólafsfjörð

Bernharð Stefánsson:

Ég vil þakka n. fyrir meðmæli hennar með þessu máli. Ég get vel sætt mig við þá brtt., sem n. gerir, því að þótt ég telji, að þar sé fulllangt gengið, ef heimildin til að leggja 6% á allan afla væri notuð út í æsar, þá er þess að gæta, að þetta er aðeins heimild. Get ég því vel sætt mig við það.

Út af aths. n. um það, að ákvæði 1. og 2. gr. nái aðeins til þeirra upphæða, sem þar eru nefndar, en bindi ekki ríkissjóð við sama hlutfall, ef upphæðirnar verða síðar hækkaðar, er það að segja, að ég er n. alveg sammála, og tók ég það fram við 1. umr.