02.02.1944
Efri deild: 6. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1 í C-deild Alþingistíðinda. (2384)

14. mál, eignaraukaskattur

Jónas Jónsson:

Þetta mál var til meðferðar á síðasta þingi, og kom þá í ljós, að það naut stuðnings hæstv. forseta (StgrA) og hans flokks. Þá kom og í ljós, að þetta var gamanleikur hjá þeim, en engin alvara.

Nú hefur Framsfl. tekið þá stefnu að flytja ekki mál á þessu þingi. Þar að auki hef ég þá sérstöðu, að ég álít, að það eigi að vinna að þessu máli af alvöru, en ekki í spaugi. Ég er á móti máli þessu, af því að það er flutt í alvöruleysi, og segi því nei.