27.11.1944
Neðri deild: 82. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 124 í C-deild Alþingistíðinda. (2676)

104. mál, húsmæðrafræðsla í sveitum

Forseti (JörB):

Ég hafði búizt við, þegar hv. flm. brtt. höfðu gefið fyrirheit um að taka þær aftur til 3. umr. til þess að gera hv. menntmn. hægt um að taka till. til athugunar, að þá mundu ekki verða meiri umr. um málið að svo stöddu. Ég veit ekki, hvort ég á að skilja það svo, að n. sé búin að taka ákvörðun. Ef svo er, býst ég við, að hv. flm. flýti sér ekki mikið að taka till. aftur, og má gera ráð fyrir, að umr. verði haldið áfram. Taldi ég það málinu engan greiða, nema síður væri. Ég vil því mega vænta þess, að hv. menntmn. hugsi sig tvisvar um, áður en hún fellir úrskurð um þetta. Ég veit ekki, hvort skoða á þetta eins og yfirlýsingu um, að hún ætli ekki að íhuga málið og mæla móti brtt., en þá skapast nokkuð annað viðhorf.