05.02.1945
Efri deild: 118. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1310 í B-deild Alþingistíðinda. (3268)

219. mál, dósentsembætti í guðfræðideild

Bjarni Benediktsson:

Í frv., eins og það liggur fyrir, er ótvírætt svo kveðið á, að við guðfræðideild Háskólans skuli vera tvö dósentsembætti. Það er því ótvíræð skylda hæstv. ráðh. að sjá um, að þessu lagaboði verði fullnægt strax og l. taka gildi eða innan hæfilegs tíma þar frá, eins og búið er að taka fram. Og í fullu trausti þess, að ríkisstj. virði landslög án tillits til þess, hvort viðkomandi ráðh. vildi hafa þau um sumt öðruvísi en þau eru, þá segi ég nei.