09.03.1944
Neðri deild: 29. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 220 í B-deild Alþingistíðinda. (336)

27. mál, skipun læknishéraða

Helgi Jónasson:

Mér kom málflutningur hv. síðasta ræðumanns (SEH) mjög á óvart. Hann virðist mjög óánægður með frv. eftir þær breyt. sem gerðar hafa verið á því. En ég vil benda hv. þm. á, að á morgun væri hægt að skerpa þál. og fá á hana betra orðfæri, færa hana til betra máls, eftir því sem við ætti.