25.01.1945
Efri deild: 110. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1387 í B-deild Alþingistíðinda. (3718)

265. mál, lendingarbætur í Flatey á Skjálfanda

Flm. (Jónas Jónsson):

Herra forseti. — Þetta mál er þannig til komið, að ríkið á Flatey og þar er verið að byggja bryggju, sem er lífsnauðsyn. Ég flutti ábyrgðarheimild fyrir fáeinum dögum, en samgmrh. og fjvn. álitu óheppilegt að hafa það form og mæltu með því, að haft væri venjulegt frv.-form. Ég hef gert þetta og flutt það eftir fordæmi annarra slíkra hafna og álít því vafasamt, hvort þetta mál þarf að fara til n., nema þá sjútvn., því að fjvn. er búin að afgr. það fyrir sitt leyti. Annars læt ég hæstv. forseta ráða, hvort hann leggur til.