19.01.1945
Neðri deild: 109. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1389 í B-deild Alþingistíðinda. (3756)

259. mál, ítala

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. — Þetta frv. er um breyt. á l. um ítölu, sem samþ. voru á síðasta þingi. Ég var flm. þess frv. þá, og er mér því þetta mál nokkuð kunnugt. Í 2. gr. þeirra l. eru ákvæði um fundi í sveitarfélögum, sem taka þetta mál til meðferðar, hvernig til þeirra skuli boðað og hverjir hafi þar atkvæðisrétt. Er þar gert ráð fyrir því, að það séu bæði ábúendur og jarðeigendur, sem fjalla um málið. Og var á þetta fallizt á þingi í fyrra. þar sem það mun hafa þótt eðlilegt, að jarðeigendur hefðu nokkuð um þetta að segja.

Nú er hins vegar bent á það, að það geti verið annmörkum bundið að ná til þeirra í sumum tilfellum, og því er hér komin tili. um að breyta l. í þá átt, að það skuli aðeins vera ábúendur jarðanna, sem boðaðir séu á þessa fundi og hafi þar atkvæðisrétt.

Ég fyrir mitt leyti geri nú heldur lítið úr þessu. Mér finnst það ekki þýðingarmikið atriði, vegna þess að þessir fundir hafa ekkert úrslitavald um það, hvort ítala er gerð eða ekki. Það vald er allt hjá sýslunefndum samkvæmt l. Þetta eru heimildarl, handa sýslunefndum til þess að gera ítölu í einstökum hreppum og á stærri svæðum. Og sýslun. geta tekið þetta mál upp og gert samþykktir um ítölu. án þess að kröfur komi frá nokkrum manni um það utan sýslun., ef þeim sýnist þörf. Þær geta líka tekið þetta fyrir og gert samþykktir um ítölu, þótt krafa um það komi aðeins frá 1 eða 2 mönnum. Og það hvílir heldur engin skylda á sýslunefndum til að ákveða ítölu, þó að óskir komi um það frá slíkum fundum. Valdið er, sem sagt, að öllu leyti í höndum sýslunefndanna. Það er aðeins gert ráð fyrir því, eins og l. eru nú, að ábúendur og jarðeigendur geti borið fram óskir til sýslunefnda, en úrslitavaldið' er hjá sýslunefndum. Mér sýnist það því ekki þýðingarmikið atriði, hvernig er um atkvæðisrétt á þessum fundum. Það má vel vera, að auðveldara sé að koma því svo fyrir, að það séu eingöngu ábúendur, sem um þetta fjalla á fundunum. Sé ég því ekki ástæðu til að setja mig á móti þessari breyt., þó að ég telji hana þýðingarlitla.