19.01.1945
Neðri deild: 109. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1390 í B-deild Alþingistíðinda. (3758)

259. mál, ítala

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. — Út af því, sem hv. þm. a.-Húnv. sagði nú, vil ég benda, á það, að það gæti aldrei komið fyrir, að gert. yrði ógilt• ítölumat fyrir þær sakir, að í einhverju hefði ekki verið farið eftir strangasta bókstaf l. um þessi fundarboð, vegna þess, eins og ég gat um áðan, að það er raunverulega ekkert vald í þessum efnum hjá þessum fundum. heldur er það allt. í höndum sýslunefnda. En um þetta er vitanlega ekki ástæða til að fjölyrða.

Eins og ég sagði áðan, sé ég ekkert á móti því, að þessi breyt. verði gerð á l. um ítölu, þó að ég telji hana þýðingarlitla.