18.01.1944
Efri deild: 4. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 2 í D-deild Alþingistíðinda. (3902)

3. mál, stjórnarskrárnefnd

Forseti (StgrA):

Ég skal geta þess viðvíkjandi því, að tilkynnt hefur verið útbýting þskj. á fundinum, að mér hefur verið sagt, að vegna rafmagnsleysis hafi ekki verið hægt að ganga frá prentun þeirra, svo að þeim verður sennilega ekki útbýtt á þessum fundi.

Mér þætti mjög æskilegt, að hægt væri að ljúka kosningu stjskrn. í dag, vegna þess að það liggur ekki fyrir hv. d. annað mál. Vil ég gera tilraun til þess með því að fresta fundinum til kl. 2.