17.02.1944
Sameinað þing: 17. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 9 í D-deild Alþingistíðinda. (3961)

36. mál, veðurfregnir

Gísli Jónsson:

Það er bert, eftir þeim umr., sem hér hafa farið fram, að það er tilgangur hv. flm. að gefa hæstv. ríkisstj. styrk bak við sig um kröfur á hendur erlenda hervaldinu. Ég vil benda hv. flm. á, hvort ekki væri rétt að taka till. til nánari athugunar og breyta orðalaginu. Ef það er meiningin hjá hv. flm. að veita hæstv. ríkisstj. aðstoð, vildi ég ráðleggja honum að breyta þá orðalaginu þannig, að ríkisstj. skuli falið að láta Veðurstofuna senda til íslenzkra fiskiskipa þær veðurfregnir, sem hægt er að afla hér. Það mundi þá frekar verða skoðað af herstjórninni sem tilboð um samvinnu. Ég legg ekki til, að málið fari í n., en væri það ekki heppilegra með tilliti til þess, að árangur náist með samkomulagi við herstjórnina?