20.02.1945
Efri deild: 132. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1446 í B-deild Alþingistíðinda. (3982)

279. mál, bankavaxtabréf

Frsm. (Haraldur Guðmundsson):

Ég tel þessa till. til bóta frá því, sem er í frv., þótt ég hefði kosið hana á annan veg. Ég get fallizt á að taka mína till. aftur og mun greiða skrifl. brtt. atkvæði, en þykir þó rétt að taka það fram, að ég greiði henni atkvæði með það fyrir augum að fá vilja Alþ. um, að það telji þær lánveitingar, sem nú fást út á fasteignir, of lágar og vilji, að þær verði ríflegri.

Höfuðgallinn á þessu er sá, að bankinn ræður bæði matinu og þeim hundraðshluta, sem lánaður er. Hann hefur þannig báða enda í sínum höndum, og virðist mér það óeðlilegt. — Ég skal svo ekki lengja umr. frekar.