18.01.1944
Sameinað þing: 6. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 77 í D-deild Alþingistíðinda. (4047)

2. mál, niðurfelling dansk-íslenzka sambandslagasamningsins frá 1918

Forseti (GSv):

Nú er sá tími dags kominn, þegar venjulega er veitt fundarhlé til kl. 5. Ef ekki koma fram mótmæli gegn því, þá hef ég ætlað mér, við sömu upplýsingu í salnum, þ. e. a. s. með kertaljósum, að halda áfram fundi síðdegis. (Raddir frá þingmönnum: Það þýðir ekki neitt.) Ef það þykir ekki gerlegt, þá verður því ekki haldið til streitu. (Raddir frá þingmönnum: Það má vel halda áfram fundi við þessar kringumstæður). Þar sem menn greinir á um þetta, verður látin fara fram atkvgr. um það, hvort fundi skuli fram haldið eftir kl. 5,15.