22.02.1945
Neðri deild: 135. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1503 í B-deild Alþingistíðinda. (4149)

24. mál, atvinna við siglingar

Sigurður Kristjánsson:

Herra forseti. — Mér hefur skilizt á hæstv. forseta, að hann mundi telja, að brtt. á þskj. 1012 gæti komið sem varatill. Ég treysti mér nú ekki til þess að deila neitt um það og vil skjóta því til hæstv. forseta. En að sjálfsögðu, — ef sú brtt. getur ekki komið sem varatill., — þá höfum við flm. fallizt á þessa miðlun, sem felst í brtt. á þskj. 1147. Og ég fyrir mitt leyti mun telja rétt. — ef hæstv. forseti telur ekki, að þessi aðferð geti staðizt, að brtt. á þskj. 1012 komi sem varatili., — þá mundi ég telja sjálfsagt að taka hana aftur.