10.03.1944
Sameinað þing: 29. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 277 í D-deild Alþingistíðinda. (4457)

68. mál, framkvæmdir á Rafnseyri

Flm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Herra forseti. — Það eru líka einkennilegar till., sem komið hafa fram í svipuðum efnum og hér er um að ræða, og má segja, að þær séu efnislausar. Það er t. d. tekin ákvörðun um það að hafa hátíðahöld, án þess að taka fram, hvernig þeim skuli hagað. Ég sé ekki, að hv. þm. þurfi að setja þetta í samband við það, að engin till. hefur verið afgreidd um 17. júní, því að það að minnast Jóns Sigurðssonar í sambandi við lýðveldisstofnunina er alveg óháð því, hvort á að minnast lýðveldisstofnunarinnar 17. júní eða ekki.