29.01.1945
Efri deild: 113. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1760 í B-deild Alþingistíðinda. (4677)

113. mál, laun starfsmanna ríkisins

Bjarni Benediktsson:

Ég tel að vísu, að frv. hafi verið mjög spillt með því að fella úr því stóran kafla. sem hefði orðið til þess að samræma laun þeirra manna, sem raunverulega eru í þjónustu ríkisins, og ég tel, að með þessu hafi verið gefizt upp við að ná einum höfuðtilgangi þessarar lagasetningar og algerlega sé rofinn sá samningur, sem um þetta var gerður í sambandi við stjórnarmyndunina. Þrátt fyrir það mun ég greiða atkv. með frv. í því trausti, að Nd. muni leiðrétta þetta, þar sem vitað er, að hún mun koma með brtt. við frv., og þá kemur málið aftur til atkvgr. hér. og segi ég því að svo stöddu já.