11.09.1944
Sameinað þing: 40. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 326 í D-deild Alþingistíðinda. (4857)

103. mál, endurbygging Ölfusárbrúarinnar o.fl.

Atvmrh. (Vilhjálmur Þór):

Herra forseti. — Ég vil láta í ljós ánægju mína yfir því, að allir virðast vera á einu máli um, að aðalatriðið sé að fá bráðabirgðabrú, og öllum er ljóst, að það getur aðeins orðið með því, að unnt verði að ná gömlu brúnni upp. Ég fullyrði ekki, hvort það heppnast, en það er von þeirra, sem bezt þekkja til, að svo megi verða, og vonandi sést innan fárra daga, hvort það tekst.

Um hitt atriðið vil ég segja, að ég skal með mikilli ánægju reyna að hafa áhrif á, að bætt verði bátum við til að ferja á yfir ána og að einhver þeirra verði svo stór, að hann geti borið hv. 1. þm. Rang.