26.09.1944
Sameinað þing: 47. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 329 í D-deild Alþingistíðinda. (4868)

147. mál, verðlækkun á vörum innan lands

Haraldur Guðmundsson:

Herra forseti. — Það er venjulega svo, að eftir a kemur b. Mér virðist eins og málum er komið, að ekki sé annað unnt en að veita þann frest, sem um er að ræða, og munum við Alþflmenn greiða því atkv., en beinum því um leið til hæstv. forseta, að hann sjái um, að afgreiðslu frv. verði hraðað svo sem tök eru á. Slíkt ástand sem þetta bráðabirgðaástand má ekki standa nema skamma stund.