18.09.1944
Efri deild: 44. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 278 í B-deild Alþingistíðinda. (489)

122. mál, Brunabótafélag Íslands

Atvmrh. (Vilhjálmur Þór):

Herra forseti. Þau ákvæði, sem nú gilda í l. um Brunabótafélag Íslands og endurtryggingarskyldu félagsins, eru ekki lengur nauðsynleg og ekki heldur samræmanleg við hag félagsins. Því er það, að með þessu stutta lagafrv. til breyt. á núgildandi l. um Brunabótafélag Íslands er lagt til eins og tillgr. gerir ráð fyrir. Það var á þessu ári, eftir beiðni atvmrh., að Guðmundur Guðmundsson tryggingafræðingur athugaði þetta mál, og eftir hans niðurstöðu er tillgr. orðuð eins og hún er lögð hér fyrir. Það er gert ráð fyrir, að komast megi af með endurtryggingar félagsins í miklu smærri stíl en áður, og það þannig, að þær geti eins vel allar verið innlendar. Með því að samningur, sem Brunabótafélagið hefur við norskt endurtryggingarfélag, fellur. úr gildi um miðjan næsta mánuð, væri mjög æskilegt, að hv. d. gæti fallizt á þá till., sem hér er gerð, og afgr. hana svo fljótt sem kostur er á. Vil ég mælast til þess, að frv. verði vísað til allshn. til athugunar, og endurtaka þau tilmæli mín, að málið verði þar og annars staðar afgr. svo fljótt sem frekast er hægt.