17.02.1945
Neðri deild: 131. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1918 í B-deild Alþingistíðinda. (4955)

257. mál, veltuskattur

Fjmrh. (Pétur Magnússon):

Út af því, sem hv. þm. V.-Húnv. sagði, skal ég aðeins láta þess getið, að ég er mjög fús til þess að taka það til athugunar með hv. fjhn., hvort hægt væri að koma þessu fyrir á annan hátt en gert er í frv. — Það er rétt, sem hann sagði, að svo er til ætlazt, að þessi skattur hafi ekki áhrif á það verð, sem bændur eiga að fá borgað fyrir vöru sína. Ég hef látið þess getið áður, að ríkisstj. ætlar sér að standa fullkomlega við það samkomulag, sem gert var á síðastliðnu hausti, þótt mjög erfitt sé í framkvæmdinni að skilja kjöt í smásölu frá öðrum vörum. en eins og ég hef sagt áður, er ég reiðubúinn til samvinnu við hv. fjhn.