30.11.1944
Sameinað þing: 68. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 452 í D-deild Alþingistíðinda. (5189)

146. mál, húsnæði fyrir geðveikt fólk

Frsm. (Gísli Jónsson):

Ég skil það svo, að hv. þm. S.-Þ. taki þessa till. aftur, en nú er hún komin fram í breyttu formi. Það hefur ekki gefizt tækifæri til þess að ræða um þetta sérstaklega á nefndarfundi hjá allshn.; hins vegar hef ég átt tal um þetta við meiri hl. meðnm. minna, sem leggja til, að þessi till., eins og hún liggur fyrir, verði ekki samþ. Við lítum svo á, að till. sé ekki tímabær eins og hún er nú. Við álítum, að fyrst eigi að fara fram sú rannsókn, sem um getur í till. n. á þskj. 555, áður en Alþ. ákveður, hvar spítalinn skuli reistur og fyrir hvað marga sjúklinga. Þess vegna er það till. mín sem frsm. meiri hl. n., að brtt. 560 verði felld.