24.01.1945
Sameinað þing: 87. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 510 í D-deild Alþingistíðinda. (5372)

222. mál, virkjun Andakílsár

Forseti (GSv):

Eins og hv. þm., sem seinast talaði, hefur tilkynnt, þá er fram komin skrifl. brtt., eins og hann greindi. Þarf tvöföld afbrigði, til þess að till. geti legið fyrir til umr. Annars lítur út fyrir, að ekki verði hættulegt, þó að brtt. kæmist ekki að nú, því að umr. verður sýnilega ekki lokið að þessu sinni. Enginn úr hæstv. stj. er við, og bekkir þm. ekki fullskipaðir. Ég skal láta þess getið, að næsti fundur verður ekki á morgun, heldur hinn daginn. Ég tel, að fyrir forms skuld verði samt að leita eftir, hvort hægt er að koma þessari skrifl. brtt. að nú.