20.10.1944
Sameinað þing: 59. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 549 í D-deild Alþingistíðinda. (5449)

169. mál, kaup á efni í Reykjanesrafveituna

Ólafur Thors:

Herra forseti. — Ég skal ekki vera margorður um þessa till. á þskj. 431. Ég geri ráð fyrir, að hv. flm. hafi fært fram þau rök, sem að efninu hníga og minnzt er á í grg., og mæli ég með því, að hún verði samþ. Varðandi brtt. þá, sem fyrir liggur á þskj. 459, er það kunnugt, að ég er hvetjandi slíkra framkvæmda sem þeirra, er þar er gert ráð fyrir. Hins vegar lít ég svo á, ef fyrir liggur vissa um, að efni fáist til þeirra sérstöku framkvæmda, sem um er að ræða í till. á þskj. 431, að þá sé rétt að hafa þann hátt á að samþ. hana eina út af fyrir sig og samþ. svo sér efnislega till. á þskj. 459. Mér skildist af samtali við hv. flm., að hann vildi, að þessi till. færi til fjvn. Ég er því samþ. og vil eiga þátt í þeirri afgr. málsins. Ég fæ ekki séð, að það saki, þó að þessi háttur sé hafður á afgr., en það er von, ef öryggi er fyrir því, að efni fáist til ákveðinnar rafveitu, en ekki annarra, þá séu þeir, sem sérstöðu hafa í málinu, hvetjandi þess, að málin verði aðgreind, en það þarf ekki að skaða áhugamál hinna. Ég mun því greiða atkv. með því, að aðaltill. sé vísað til n. og brtt. tekin aftur til athugunar fyrir n. (KA: Ég get sætt mig við það. — GÞ : Ég tek þá till. upp.)