06.02.1945
Sameinað þing: 91. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 566 í D-deild Alþingistíðinda. (5653)

252. mál, rafveita Stykkishólms

Frsm. (Sigurður Kristjánsson :

Ég get verið stuttorður um álit fjvn. um þessa till. Það var höfð á því svipuð aðferð og höfð hefur verið um önnur slík málefni, að þetta var sent til Rafmagnseftirlits ríkisins, og lét n. birta hér svar Jakobs Gíslasonar, f. h. Rafmagnseftirlitsins, en hann er eindregið meðmæltur því, að þessi ábyrgð verði veitt. N. fellst alveg á rök hans og lætur því nægja að vísa til bréfs hans á þskj. 1006, því að í því felst sá rökstuðningur, sem n. vildi hafa fyrir máli sínu. Hún mælir því með, að till. verði samþykkt.