26.02.1945
Sameinað þing: 97. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 702 í D-deild Alþingistíðinda. (5889)

260. mál, kaup Þórustaða í Ölvusi

Jón Pálmason:

Herra forseti. — Mér þykir ekki ástæða til að fara mörgum orðum um þetta mál. En í sambandi við það, sem hér hefur verið látið falla um stefnu mína í jarðeignamálum í tilefni af þessu frv., vil ég taka fram, að till. gefur ekkert tilefni til þess. Og af því að ég er einn af flm. þessa máls, þá finnst mér ástæða til að taka fram, sem raunar ekki þarf fyrir kunnuga menn, að mín stefna í jarðeignamálum er sú, að bezt sé, að sem flestar jarðeignir séu í leiguábúð.

Það stendur sérstaklega á með þessa jörð, Þórustaði, eins og hefur verið vikið að. Hún er inni á milli ríkisjarða á svæði, þar sem hefur verið mjög orðað að setja upp byggðarhverfi, jafnvel það fyrsta, sem reynt verður að stofna hér á landi. Stendur því þannig á, að ástæða er til að láta ekki þessa jarðeign ganga úr eigu ríkissjóðs, ef af þessu fyrirtæki skyldi verða, sem ætla má að verði.