05.10.1944
Sameinað þing: 52. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 812 í D-deild Alþingistíðinda. (6047)

151. mál, póstsamband milli Íslands og Ameríku

Flm. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. — Í tilefni af þessu vil ég benda á það, að ef brtt. koma fram, þá er æskilegt, að þær verði bornar fram skriflega.

Út af ræðu hæstv. ráðh. vil ég taka það fram, að póstflutningur loftleiðis er enn ekki hafinn, og ef svo skyldi fara, að hann kæmist nú ekki í framkvæmd, þá er hæstv. ríkisstj. það mikill styrkur að hafa að baki sér skýlausan vilja Alþ. í þessu máli. Ég vil því óska þess, að till. verði látin ganga áfram, og ef hér koma fram brtt., þá óska ég þess, að þær verði bornar formlega fram.