17.01.1945
Neðri deild: 107. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 2053 í B-deild Alþingistíðinda. (6390)

Varamaður tekur þingsæti

forseti (JörB):

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf, dags. 16. jan. 1945, frá hv. 4. þm. Reykv.:

„Ég leyfi mér hér með að tilkynna, að vegna ferðar til útlanda á vegum ríkisstjórnarinnar mun ég ekki geta tekið þátt í störfum Alþingis fyrstu vikurnar. Ég vil því hér með æskja þess, með skírskotun til 144. gr. kosningalaganna, að varamaður minn, Sigurjón Á. Ólafsson, taki sæti á Alþingi í minn stað á meðan ég verð fjarverandi.

Virðingarfyllst

Stefán Jóh. Stefánsson.

Til forseta neðri deildar Alþingis.“

Samkv. þeim tilmælum, sem í bréfi þessu greinir, lýsi ég hér með yfir því, að Sigurjón Á. Ólafsson tekur sæti 4. þm. Reykv. fyrst um sinn. Kjörbréf hans hefur áður verið samþ. af Alþingi.